Heyrir þú þegar þú heyrir ekki?

Líklega ekki, en þessi krafa á svolítið við um hóp barna sem eru heyrnarlaus á öðru eyra. Heilbrigðisyfirvöld telja að börn með þessa tegund heyrnarskerðingar hafi næga heyrnargetu til þess að málþroski þeirra verði eðlilegur. Hins vegar virðist það ekki vera í takt við rannsóknir sem sýna að þau geta átt í verulegum erfiðleikum.
Unilateral hearing loss in children: No big deal? Not so fast!

Rannsóknir sýna fram á að þessi hópur geti haft sömu vandamál og önnur heyrnarskert börn; lakari málskilning, takmarkaðri orðaforða, framburðargalla, erfiðleika í setningamyndun, fallbeygingu nafnorða, stigbreytingu lýsingarorða, tíðir sagna, endingar orða, brottfalli smáorða og spurnarfornafna o.s.frv. Þetta þekki ég vel sem foreldri tveggja UHL barna. Smáorðin detta út, orðahlutar og endingar orða – og þau fylla inn í setningar með “röngum” orðum ef þau heyra ekki greinilega.

Þau eru heyrnarlaus öðrum megin þó að þau heyri með hinu. Það er í raun einblínt á að þau hafi heyrn en ekki að þau séu heyrnarskert og þurfi meira utanumhald.

Rannsóknarhópur 5-18 ára með 80db heyrnarskerðingu

  • 32% barna þurftu að sitja eftir um bekk
  • 32.6% drógust aftur úr allt að 1- 3 1/2 ári undir væntingum
  • 31 % voru 1 ½ – 2 ½ árum á eftir
  • 25% voru 2 ½ til 3 ½ árum á eftir

    Í þessum rannsóknarhóp voru það börn 5-18 ára með 80dB heyrnarskerðingu á öðru eyra eða meira (Bess og Tharpe, 1986). Rannsóknin var gerð þegar enn var hefð fyrir því að börn sátu eftir um bekk.

Um 250 heyrnarskert börn á Íslandi, 84 heyrnarskert á öðru eyra

Miðað við hversu algeng þessi heyrnarskerðing er þá fer þessi málaflokkur merkilega lágt í umræðunni og það er umhugsunarvert þegar við skoðum hversu stórt hlutfall þessa hóps virðist lenda í námserfileikum eins og áður segir. Hér á Íslandi sem og annars staðar í heiminum hefur UHL verið uppgvötvað seint hjá börnum eða um grunnskólaaldur (en hafa ber í huga að heyrnarskerðing getur orðið hvenær sem er á lífskeiði okkar).

Heyrnarmælingar nýbura hófust hér á landi fyrir nokkrum árum sem gerir það að verkum að þessu hópur uppgötvast fyrr en áður – þó virðist sem greiningaraldur heyrnarskertra barna sé óvenju hár hér á landi (sjá hér).

Fjöldi heyrnarskertra barna á Íslandi

  • Væg heyrnarskerðing = 38
  • Meðal heyrnarskerðing = 33
  • Veruleg heyrnarskerðing = 4
  • Alvarleg heyrnarskerðing (döff) = 21
  • Heyrnarskerðing á öðru eyra = 84
  • TMV = 70

Heimildir: Heyrnar-og talmeinastöð Íslands

graf

„Í Bandaríkjunum eru 15% barna með UHL og 7 milljónir Bandaríkjamanna með heyrnarskerðingu á öðru eyra á einhverju stigi.“ – Bess og Tharpe, 1986. 

“For many years, pediatricians and educators thought that as long as children have one normal hearing ear, their speech and language would develop normally.” – Judith E. C. Lieu, MD, a Washington University ear, nose and throat specialist at St. Louis Children’s Hospital.

Flestir…
… eru hissa á því að heyra með öðru eyra sé mikið vandamál
… halda að það sé alveg nóg að hafa eina heyrn
… vita ekki að „góða eyrað“ hafi sömu heyrnarburði og tvö eyru
… halda oft að þau „heyri bara það sem þau vilja heyra“

En…
… þau þurfa að glíma við fullt af heyrnarvandamálum
… þau halda að þau heyri allt
… allir halda að þau heyri allt
… þau eru heyrnarskert eins og önnur heyrnarskert börn
… þau heyra ekki þeim megin sem þau eru heyrnarlaus

Við vissar aðstæður eru þau mikið heyrnarskert…
… ef viðmælandi er þeim megin sem þau heyra ekki, þá heyra þau ekki
… í miklum hávaða þá eru þau mikið heyrnarskert og geta ekki greint talmál
… ef þau sofa á góða heyranu þá eru þau heyrnarlaus -heyra ekki í vekjaraklukku eða síma

Þau eiga erfitt með að heyra…
… þegar viðkomandi snýr baki í þau eða þau snúa baki í hann
… þegar kennari talar um leið og hann skrifar á töfluna
… og fylgjast með hröðum samskiptum
… oft þarf ekki mikið til t.d. skrjáf í pappír sem nægir til að trufla það sem sagt er

Hafa ber í huga að í margskonar aðstæðum má gera ráð fyrir að börnin greini tal ekki nema mjög nálægt sér; í sundi, íþróttahúsinu, í barnaafmælum, í verslun eða í umhverfi þar sem er margt fólk. Við þær aðstæður er stundum mjög erfitt að ná sambandi við börnin ef maður getur ekki látið þau vita af sér með snertingu eða augnsambandi.

Longitudinal study of children with unilateral hearing loss
„Children with UHL demonstrated improvement in oral language and verbal IQ scores over time, but not improvements in school performance. Parents and teachers reported persistent behavioral problems and academic weaknesses or areas of concern in about 25%. The provision of IEPs for children with UHL, and acknowledging UHL as a hearing disability, may be an effective intervention to improve language skills over time.“ http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3467198/

“Það sem er einkenndi námserfiðleika þeirra var skortur á málhæfni, eins og orðakunnáttu og stafsetningu.”  – Culbertson  Gilbert, 1986.

„Niðurstöðurnar úr þessum rannsóknum draga í efa fyrri hugmyndir um að heyrnarleysi á öðru eyra hefði lítið vægi gagnvart námsgetu eða menntun, og að ívilnuð uppröðun sæta eða CROS beinleiðnitæki sem talið er að nægja þörfum þessara barna.”  – Bess, Tharpe, 1986.